Rótaractklúbbur Reykjavíkur

Stofnaður fimmtudagur, 5. maí 2022
Klúbburinn 8825070 - Rótarýumdæmið á Íslandi - Stofnnúmer 8825070

Stofnfundur klúbbsins var haldinn hátíðlega þann 9. maí 2022.

Fyrsti forseti Rótaractklúbbsins er Ásthildur Ómarsdóttir og með henni í stjórn eru: Ritari Rakel Anna Boulter, Gjaldkeri Gylfi Geir Albertsson og Stallari Þórdís Jónsdóttir.

Rótaract er eitt öflugasta og áhrifamesta verkefni Rótarý International og eru um 200.000 meðlimir Rótaract á heimsvísu með um 7.300 klúbba í rúmlega 150 löndum, klúbbarnir eru alþjóðleg félags- og góðgerðasamtök fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 30 ára sem vill láta gott af sér leiða í samfélaginu.

Forseti Rótarýklúbbsins Reykjavík – Miðborg, Hrefna Sigríður Briem, tók að sér að leiða stofnun Rótaractklúbbsins. Hún hefur gert það í samstarfi við verðandi forseta Davíð Stefán Guðmundsson en Rótarýklúbburinn Reykjavík – Miðborg verður móðurklúbbur Rótaractklúbbsins í Reykjavík. Einnig hefur útbreiðslunefnd Rótarýumdæmisins lagt sitt að mörkum við kynningu á Rótaract og var formaður nefndarinnar Guðjón Sigurbjartsson viðstaddur stofnun klúbbsins.

Með stofnun klúbbsins verður til dýrmæt reynsla fyrir ungt fólk. Sú reynsla felst í því að taka þátt í alþjóðlegu starfi, mynda góð tengsl og vináttu við samferðamenn, að þjóna samfélaginu og stuðla að velvild og friði í heiminum. Þátttaka félaga eykur alþjóðlegan skilning og félagar fá tækifæri til að þroska sig sem leiðtoga framtíðarinnar.

Meðlimir

Virkir félagar 13
- Karlar 4
- Konur 9
Paul Harris félagi 0
Klúbbgestir 0
Heiðursfélagar 0
Aðrir tengiliðir 0

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 4
108 Reykjavík
Ísland

rotaractrvk@rotary.is